Barðinn

Hjá Barðanum eru engar tímapantanir í dekkjaskipti, bara mæta!

20% afsláttur

Sendu okkur línu

Dekkjaþjónusta 

Barðinn bíður upp á fyrsta flokks hjólbarðaþjónustu með fullkomnum tækjabúnaði. 

Smurþjónusta

Verkstæði Barðanns bjóða upp á vandaða smurþjónustu og vörur frá viðurkenndum aðilum. Við smyrjum allar tegundir bíla á hagstæðum verðum.

Hjólastillingar

Rétt hjólastilling skiptir sköpum til að auðvelda ökumönnum stjórn á ökutækinu og hámarka jafnvægi bílsins við hemlun. Hún eykur einnig líftíma hjólbarðanna, dregur úr eldsneytiseyðslu og gerir aksturinn þægilegri. Hjólastilling borgar sig upp á afar skömmum tíma í dekkjasliti og eldsneytiseyðslu bílsins.

Viðgerðir

Við tökum að okkur, peruskipti , bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. Ekki hika við að hafa samband og fá verðtilboð frá okkur, þau standast alltaf þegar þú sækir bílinn þinn.

Bremsuklossar

Bremsurnar eru mikilvægur öryggisbúnaður og því mikilvægt að vel sé staðið að verki. Við höfum áratuga reynslu af viðgerðum á bremsum og erum með vana menn sem sjá um að þú sért öruggur þegar þú þarft að hemla.

Míkróskurður

Við míkróskurð þá eru skornar fínar línur þvert yfir dekkið til að auka grip og aksturseiginleika í hálku og bleytu. Míkróskurður eykur jafnframt endingu á dekkjum þar sem kæling þeirra eykst þegar dekkin eru skorin.

Peruskipti

Við förum yfir perurnar í bílnum þínum og skiptum um perur sem eru hættar að láta ljós sitt skína, við seljum einungis vandaðar perur frá viðurkenndum söluaðilum.

Rúðuþurrkur

Við erum með gott úrval af rúðuþurrkum á verkstæðum okkar, og skiptum um þurrkublöð fyrir þig með bros á vör. Rúðuþurrkur eru mikilvægt öryggistæki, enda skerða slitnar rúðuþurrkur útsýnið úr bílnum verulega í rigningu.