Míkróskurður

Barðinn býður upp á míkróskurð fyrir öll dekk: fólksbíladekk, jeppadekk, trukkadekk og lyftaradekk.

Verð 4.900 kr. 

Hafa samband

Við míkróskurð þá eru skornar fínar línur þvert yfir dekkið til að auka grip og aksturseiginleika í hálku og bleytu. Míkróskurður eykur jafnframt endingu á dekkjum þar sem kæling þeirra eykst þegar dekkin eru skorin.

Rannsóknir hafa sýnt að míkróskurður getur dregið úr bremsuvegalengd um 22%.

Míkróskurður var fundinn upp árið 1923 af starfsmanni sláturhúss sem var orðinn þreyttur á að detta á hausinn í bleytunni í sláturhúsinu. Hann prófaði að míkróskera sólana á vinnuskóm sínum til að vera ekki alltaf á hausnum. Í dag eru flest vetrardekk míkróskorin. 

Við mælum með

Við mælum með að jeppamenn sem fara á fjöll prófi að láta míkróskera dekkin hjá sér til að ráða betur við þær aðstæður sem geta mætt þeim á fjöllum.

Aron Elfar Jónsson, rekstrarstjóri Sólningar Smiðjuvegi

Við mælum líka með að lyftarakallar sem eru orðnir þreyttir á að spóla á lyfturunum prófi að míkróskera.

Aron Elfar Jónsson, rekstrarstjóri Sólningar Smiðjuvegi

Sendu okkur línu