Hjólastillingar
Rétt hjólastilling skiptir sköpum til að auðvelda ökumönnum stjórn á ökutækinu og hámarka jafnvægi bílsins við hemlun. Hún eykur einnig líftíma hjólbarðanna, dregur úr eldsneytiseyðslu og gerir aksturinn þægilegri. Hjólastilling borgar sig upp á afar skömmum tíma í dekkjasliti og eldsneytiseyðslu bílsins.
Helstu vísbendingar um að bíllinn þarfnist hjólastillingar eru:
Stýrishjólið er ekki í réttri stöðu þegar ekinn er beinn vegur.
Óeðlileg hljóð heyrast frá fjöðrunarbúnaðinum.
Bíllinn rásar frá einni hlið vegar til hinnar.
Bíllinn leitast við að beygja til annarrar hliðar þegar ekinn er beinn vegur eða þegar hemlað er.
Titringur er í stýri eða í gegnum sæti bifreiðarinnar.
Stýrið virkar of létt.
Ekki hefur verið farið með bílinn í hjólastillingu á langan tíma.
Slit á dekkjunum er ójafnt.
Það vælir í dekkjunum í beygjum.
Bíllinn réttir sig ekki hnökralaust af eftir beygju.
Hjólastilling er ekki það sama og jafnvægisstilling á dekkjum.
Verð:
Fólksbíll 16.900 kr.
Jepplingur 17.900 kr.
Jeppi 18.990 kr.
Breyttur jeppi 25.900 kr.